Ljós í myrkri

Okkur langar að kynna lag sem upphaflega var samið til styrktar langveikri stúlku, sem hét Fanney Edda  Frímannsdóttir, en hún lést skömmu eftir að lagið var klárt til flutnings.  Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunarsjúkdómi. 

Lagið er flutt af Páli Óskari og Föxunum.

Foreldrar Fanneyjar Eddu eru bæði flugmenn Flugfélags Íslands. Einnig er
hljómsveitin Faxarnir öll skipuð flugmönnum hjá sama flugfélagi.

Hugur okkar er hjá ykkur og fjölskyldu ykkar kæru Elísabet og Frímann!

 

Hægt er að  panta disk hér.

19. maí 2010. Geisladiskurinn er loksins kominn í hús. Þeir sem hafa nú þegar pantað diskinn fá hann sendan heim í pósti. Þeir sem hafa ekki pantað hann geta keypt hann með því að smellá "panta disk hér" fyrir ofan. 

Linkurinn flytur þig inn á síðu korta.is en þar er hægt að ganga frá greiðslu. Um leið og prentun geisladisksins er lokið verður hann sendur um hæl heim til kaupanda. Með disknum fylgir saga Fanneyjar Eddu ásamt myndum af henni.

Einnig er nú þegar hægt að kaupa lagið á tonlist.is. Ágóði af sölu lagsins og plötunnar rennur til Lyngáss.  Lyngás er sérhæfð dagþjónusta fyrir fötluð börn og unglinga, rekin af Ási styrktarfélagi.

Frjáls framlög á Styrktarreikning Lyngáss og einnig á styrktarreikning Fanneyjar Eddu.

Reikningur Lyngáss : 0303-26-4339 Kennitala 630269-0759

Styrktarreikningur Fanneyjar Eddu :
1150-15-203679 Kennitala 090607-2430

Bloggsíða Fanneyjar Eddu : fanneyedda.blog.is

Lagið

Textinn fjallar um raunir foreldris sem er á leið á spítalann að hitta veikt barnið sitt sama hvernig viðrar.  Foreldrið gerir sér grein fyrir alvarleikanum en fyllir barnið engu að síður bjartsýni og barnið veitir foreldrinu von.  Veikindunum í textanum er líkt við íslenska veðrið og árstíðirnar með öllum sínum duttlungum.  Inntakið í laginu er að það er ljós í myrkri og táknar ljósið annað hvort lækningu eða upprisu.

Söngur : Páll Óskar Hjálmtýsson

Lag : Gunnar Guðmundsson

Texti : Vignir Örn Guðnason

Faxarnir eru :
Arnar Rúnar Árnason
Guðjón Halldór Gunnarsson
Gunnar Björn Bjarnason
Gunnar Guðmundsson
Hjalti Már Baldursson
Ragnar Árni Ragnarsson
Vignir Örn Guðnason
Þorsteinn Þorsteinsson
Örvar Gestur Ómarsson
Ragnar Arnarson (umboðsmaður)

 Bordi


Athugasemdir

1 identicon

Fallegt lag og ljóð !!!

Gott framtak og falleg hugsun hjá ykkur Föxunum og Páli Óskari.

Innilegar samúðarkveðjur til foreldra og fjölskyldu.

Laufey Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:30

2 identicon

Frábært framtak hjá ykkur. Rosalega fallegt lag og góður texti.

Guðrún Björg (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband